ÚG Bygg

VERKFRÆÐISTOFA
HÖNNUN OG RÁÐGJÖF

SÆNSK EININGAHÚS

Lestu meira um okkur hér

Fréttir

Eftir Guðlaug Svansdóttir 1. mars 2025
Bygging á þessu fallega parhúsi á Hvolsvelli er lokið. Vinnan við húsið hófst í september 2024 og tók 5 mánuði frá því að byrjað var að reisa það. Við erum gríðarlega ánægð með útkomuna og óskum nýjum eigendum á öðrum hluta hússins til hamingju með nýja húsið þeirra. Hinn hluti hússins er kominn í sölu en húsið er tilbúið til afhendingar strax og er fullbúið með öllum innréttingum og heimilistækjum. Sjá fleiri myndir hér.
Eftir Guðlaug Svansdóttir 2. september 2024
Tvö falleg Soltorp frístundahús voru afhent Helga Jóhannessyni og Þórnýju Jónsdóttur í ágúst. Húsin voru flutt til Íslands frá Svíþjóð í maí. ÚG bygg sá um allt ferlið frá hönnun að fullbúnum húsum og er útkoman tvö glæsileg hús með mögnuðu útsýni til Vestmannaeyja og Eyjafjallajökuls. Frístundahúsin er með sömu góðu einangrun í þaki (390mm steinull) og útveggjum (240mm steinull) og íbúðarhúsin frá Jörntrahus og gluggarnir eru einnig með þreföldu gleri. Frístundahúsin frá Jörntrahus hafa reynst Svíum einstaklega vel í norður Svíþjóð frá árinu 1930 og munu án efa standa sig vel á Íslandi líka. ÚG bygg óskar Helga og Þórnýju til hamingju með húsin og þakkar þeim fyrir góða samvinnu við verkefnið. Á myndinni eru hjónin Helgi og Þórný með Úlfari eiganda ÚG bygg ehf við afhendingu húsanna.
Eftir Guðlaug Svansdóttir 4. júlí 2024
Glæsilegt og rúmgott einbýlishús með bílskúr afhent á Hvolsvelli. ÚG bygg ehf afhenti fullbúið og glæsilegt einbýlishús á Hvolsvelli í byrjun árs 2024. Húsið hefur fengið heitið Auður en eigendur þess eru Auður og Óli en þau komu að hönnun hússins og gerðu það að sínu. Húsið er bjart og rúmgott með fallega gólfsíða glugga. Við óskum þeim innilega til hamingju með húsið og góða samvinnu.